Fréttir

20122012-(1)

20.12.2012 : Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn

Skarfanes á Landi er eitt af skóglendum Skógræktar ríkisins. Þegar landið var keypt af Skógrækt ríkisins um 1940 var landið að mestu uppblásið utan að örfáar skógartorfur vaxnar lágu kjarri voru eftir.

Lesa meira
19122012-(6)

19.12.2012 : Jólafjör í Haukadalsskógi

Síðustu tvær helgar hafa fjölmargir gestir komið í Haukadalsskóg og sótt sér jólatré.

Lesa meira
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum

18.12.2012 : Fjórfalt fleiri skordýr fylgja innfluttum jólatrjám

Brynhildur Bjarnadóttir, lektor í náttúruvísindum við Háskólann á Akureyri, segir að það séu allt að fjórfalt fleiri smádýr sem koma inn í stofu fólks með innfluttum jólatrjám. Lesa meira
17122012

17.12.2012 : Bók um Þórsmörk

Það er ekki á hverjum degi að út koma bækur er fjalla um þjóðskóga Skógræktar ríkisins og sögu þeirra, en nú er komin út endurbætt útgáfa af bók Þórðar Tómassonar um Þórsmörk en sú bók kom fyrst út árið 1996.

Lesa meira
14122012-2

14.12.2012 : Plöntusjúkdómar algjörlega meinlausir fólki, húsdýrum og híbýlum

Fyrir jólin berast oft fregnir af því að skordýr og önnur smádýr hafi lifnað úr dvala þegar jólatré voru tekin inn í stofu. Slík smádýr eru algjörlega meinlaus fyrir fólk, húsdýr og híbýli. Þar að auki er afar ósennilegt að sýkt tré fari í sölu.

Lesa meira
14122012-1

14.12.2012 : Þinur: Átusveppur í Danmörku og Noregi

Upp er kominn átusveppur sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Reglugerð um inn- og útflutning trjáa til Íslands er nú endurskoðuð.

Lesa meira

10.12.2012 : Jólamarkaður í Barra á Héraði

Jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður í Barra á Valgerðarstöðum í Fellum, laugardaginn 15. desember á milli kl. 12 og 16.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

10.12.2012 : Rit Mógilsár: Kolefnisbinding og arðsemi nýskógræktar

Út er komið nýtt hefti í ritröðinni Rit Mógilsár. Heftið er eftir Arnór Snorrason, sérfræðing á Mógilsá og heitir Mat á kolefnisbindingu og arðsemi nýskógræktar á fjórum svæðum Skógræktar ríkisins.

Lesa meira
06122012-3

06.12.2012 : Tæp 30 tonn af viði til Elkem

Undanfarna daga hefur umtalsvert magn viðar verið flutt frá Vaglaskógi til Elkem á Grundartanga. 

Lesa meira
Í Hallormsstaðarskógi í mars 2011

05.12.2012 : Rannsóknastyrkir í landgræðslu og skógrækt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Lesa meira
Larix-2012-photos-16-b

03.12.2012 : Fyrirlestrar og myndir frá lerkiráðstefnu

Fyrirlestrar og myndir frá lerkiráðstefnunni Larix 2012, sem haldin var á Hallormsstað í september, eru nú aðgengilegar hér á vefnum.

Lesa meira
28112012

28.11.2012 : Vinir Þórsmerkur funda í kvöld

Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í kvöld, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20:00.

Lesa meira
Starfsfólk SR á Austurlandi og fjölskyldur í Hallormsstaðaskógi á aðventu 2008

26.11.2012 : Jólatré í þjóðskógunum

Skógrækt ríkisins býður ykkur velkomin í skógana fyrir jólin til að velja rétta jólatréð. Slík ferð er orðin að föstum lið í jólaundirbúningi margra.

Lesa meira
21112012-(3)

21.11.2012 : Slæm umgengni á Stálpastöðum

Fyrir skömmu gengu starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins fram á mikinn sóðaskap í skóginum við Stálpastaði. Lesa meira
14112012-(1)

14.11.2012 : Hvaða leið er best til efla birkiskóga Þórsmerkur?

Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, skrifar.

Lesa meira
07112012

07.11.2012 : Afurðir íslenskra skóga

Síðastliðinn sunnudag fjallaði frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn um afurðir íslenskra skóga.

Lesa meira
05112012-3

05.11.2012 : Tæplega metersdjúpur jafnfallinn snjór í Vaglaskógi

Mikið snjóaði í Vaglaskógi sl. fimmtudag og föstudag og því komust fáir til vinnu. Mestur snjór var í skóginum á laugardag, eða 93 cm djúpt lag af jafnföllnum snjó.

Lesa meira
02112012-(1)

02.11.2012 : Mikill snjór á Hallormsstað

Mikið óveður gengur nú yfir marga staði á landinu. Á Hallormsstað er ágætt veður en þar hefur snjóað töluvert.

Lesa meira
29102012-(2)

29.10.2012 : Danskir starfsnemar

Þrír danskir starfsnemar sem stunda nám í skov- og naturtekniker við Agri College í Álaborg, eru þessa dagana í starfsnámi hjá Skógrækt ríkisins á Suðurlandi. Lesa meira
26102012-(12)

26.10.2012 : Grisjun í Skarfanesi

Þessa dagana er unnið að grisjun stafafuru í Skarfanesi á Landi og því sigla starfsmenn Skógræktar ríkisins yfir Þjórsá á leiðinni í vinnuna.

Lesa meira
26102012-(1)

26.10.2012 : Lesið í skóginn á Vestfjörðum

Um síðustu helgi var haldið Lesið í skóginn námskeið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Lesa meira
Heimsókn sendiherra Noregs, 5 apríl 2011

24.10.2012 : Byggja stærsta timburhús heims

Jón Loftsson, skógræktarstjóri, er nýkominn af ráðstefnu í Bergen í Noregi þar sem skógræktarmenn, arkitektar og verkfræðingar ræddu möguleika á að nýta skógarauðlindina í meira mæli við húsbyggingar. Lesa meira
Ráðherra og föruneyti í Hallormsstaðaskógi.

24.10.2012 : Barist við lúpínu í Þórsmörk - best að efla birkiskóginn

Svandís Svavarsdóttir segir að besta leiðin til að hefta útbreiðslu lúpínunnar sé að efla birkiskóg.

Lesa meira
19102012-(2)

19.10.2012 : Nýr vegur lagður á Þelamörk

Um þessar mundir er unnið að gerð nýs vegar að skóglending að Vöglum á Þelamörk. Vegurinn er um 300 m langur og verður bílastæði við enda hans.

Lesa meira
16102012-(1)

16.10.2012 : Gróðursetning í Mosfelli

Í sumar og haust hefur töluvert verið gróðursett af sitkagreni og fleiri tegundum í Mosfell í Grímsnesi.

Lesa meira
09102012

09.10.2012 : Lesið í skóginn í Breiðholti

Í liðinni viku hélt Þjónusumiðstöð Breiðholts fræðslufund fyrir leik- og grunnskóla í Breiðholtinu um útinám.

Lesa meira
03102012-(2)

03.10.2012 : Eldvarnir í Skorradal prófaðar

Í gær, þriðjudaginn 2. október, fór fram prófun á úðastútakerfi sem hugsanlegt er að nota við eldvarnir í Skorradal.

Lesa meira
03102012-1

03.10.2012 : Sjálfbærni í skógartengdu útinámi í Noregi

Í síðustu viku sóttu Ása Erlingsdóttir og Margrét Eðvarsdóttir fjögurra landa samráðsfund á Skógarfræðslusetrinu á Hamar um útgáfu á námsefni um sjálfbærni í skógartengdu útinámi.

Lesa meira
brynjar

02.10.2012 : Nýr skógfræðingur á Mógilsá

Brynjar Skúlason hefur verið ráðinn starfsmaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsár.

Lesa meira
28092012-(25)

28.09.2012 : Haustlitirnir á Vesturlandi

Nú er tími haustlitanna runnin upp. Skógarvörðurinn á Vesturlandi brá sér út með myndavélina til að reyna að fanga nokkur augnablik.

Lesa meira
28092012-(1)

28.09.2012 : Danskir útinámssérfræðingar í heimsókn

Snemma á árinu óskaði Malene Bendix framkvæmdastóri Udeskolen í Danmörku eftir aðstoð við undibúnings heimsóknar til Íslands fyrir hóp danskra sérfræðinga um útinám. Lesa meira
27092012-(2)

27.09.2012 : Námskeið: Húsgögn úr skógarefni

Húsgagnagerðarnámskeiðin sem Landbúnaðarháskólinn og Skógrækt ríkisins héldu í fyrravetur víða um land voru afar vel sótt og þótti rétt að bjóða aftur upp á þau í haust. Lesa meira
Lerki í Hallormsstaðaskógi skoðað.

19.09.2012 : Ráðherra í heimsókn

Í gær, þriðjudaginn 18. september, heimsótti ráðherra hins nýja umhverfis- og auðlindaráðuneytis Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað, auk Héraðs- og Austurlandsskóga.

Lesa meira
Larix2012-(2)

18.09.2012 : Vel heppnuð lerkiráðstefna

Alþjóðlega ráðstefnan Larix 2012: Larch in a warm climate var haldin á Hallormsstað dagana 11.-14. september sl. Lesa meira
Ad-kynnast-grenndarskoginum

17.09.2012 : Verkefnabanki Lesið í skóginn opnaður

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, opnaði verkefna­banki Lesið í skóginn – sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.

Lesa meira
12092012

12.09.2012 : Söfnun birkifræs

Á Degi íslenskrar náttúru verður efnt til söfnunar birkifræs. Allir geta safnað fræinu.

Lesa meira
10092012-2

10.09.2012 : Landskógarúttekt 2012 lokið

Í sumar, líkt og undanfarin sumur, hafa starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá verið á faraldsfæti við að mæla vöxt gróðursettra skóga á Íslandi.

Lesa meira
31082012

31.08.2012 : Sveppir og ber í þjóðskógunum

Ætlar þú að tína sveppi eða ber um helgina? Í þjóðskógunum á Suður- og Vesturlandi er nóg af bæði sveppum og berjum en það sama er ekki hægt að segja um skógana á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

30.08.2012 : Beitarfriðun Þórsmerkur og Goðalands

Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar um beitarfriðun í Þórsmörk og Goðalandi. Lesa meira
29082012

29.08.2012 : Góðir gestir á Stálpastöðum

Í gær heimsóttu tveir hópar Stálpastaðaskóg; annars vegar finnskir skógarbændur og hins vegar norskur hópur undir leiðsögn fulltrúa frá Skógræktarfélagi Íslands.

Lesa meira
21082012-(3)

21.08.2012 : Tæplega sextugur skógur brúar gap í Almannagjá

Dekk brúarinnar er gert úr íslensku timbri og er þetta er í fyrsta sinn sem svo mikið magn af plönkum í þessari stærð er framleitt úr íslenskum skógi.

Lesa meira
20082012

20.08.2012 : Fjölsóttur bás á atvinnusýningu

Um helgina fór fram atvinnulífssýningin Okkar samfélag í Egilsstaðaskóla þar sem Skógrækt ríkisins var með sýnenda.

Lesa meira
15082012-(1)

15.08.2012 : Enn af meindýrum: Ranabjöllur og blaðvespur

Nú síðsumars hefur töluvert borðið á blettóttum víði- og asparblöðum og kýlum á blöðum á viðju og selju. Hér eru á ferðinni skordýr sem nærast á plöntunum. Lesa meira
13082012-(1)

13.08.2012 : Beltasveðja í fyrsta sinn hér á landi

Lirfur trjávespu fundust í Evrópulerki á Mógilsá síðastliðinn vetur og voru þær geymdar í þeirri von að þær myndum klekjast út. Fyrstu dýrin birtust í júlí og allt bendir til að hér sé um að ræða beltasveðju.

Lesa meira
03082012-(3)

03.08.2012 : Endurbætur og kortlagning stíga

Mikið starf hefur verið unnið á síðustu vikum í stígaviðhaldi í Þórsmörk og á Goðalandi.

Lesa meira

24.07.2012 : Skógrækt ríkisins mótmælir flutningi sauðfjár inn á Þórsmerkursvæðið

Hætta er á að slík beit skaði margra áratuga starf sjálfboðaliða og stofnana við endurheimt birkiskóga og gróðurs á Þórsmerkursvæðinu.

Lesa meira
22072012-(3)

22.07.2012 : Einstakur einirunni í Þórsmörk

Skógarvörður var á ferðinni í Mörkinni fyrir nokkrum dögum og rakst á afar sérstakan einirunna sem hefur ólíkt öðrum einirunnum tekið upp á því að vaxa niður í móti.

Lesa meira
18072012

18.07.2012 : Tveir nýir þjóðskógabæklingar

Út eru komnir tveir fyrstu bæklingingarnir í nýrri ritröð frá Skógrækt ríkisins um þjóðskóga landsins; fyrir Hallormsstaðaskóg og Vaglaskóg.

Lesa meira

09.07.2012 : Fjögurraskógahlaupið framundan

Hlaupið er um fjóra skóga á Norðurlandi: Reykjaskóg, Þórðastaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg. Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

09.07.2012 : Tillögur nefndar um efni nýrra skógræktarlaga

Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögnum um greinargerð nefndar um endurskoðun laga um skógrækt. Greinargerðin, ásamt umsögnum sem berast um hana, verða grunnur fyrir gerð frumvarps til nýrra skógræktarlaga. Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

09.07.2012 : Nýr kynblendingur í skógrækt

Eftir 20 ára kynbótastarf hefur Skógrækt ríkisins tekist að þróa nýjan kynblending af lerki sem vex að rúmmáli allt að tvöfalt hraðar en Rússalerki. Plantan gæti aukið möguleika á skógrækt á Suður- og Vesturlandi. Lesa meira
06072012-2

06.07.2012 : Flett í brúargólf

Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa á undan förnum vikum unnið hörðum höndum við aðfletta timbri sem  verður notað í dekkið á brúnni  yfir ginnungagapið sem myndaðist í Almannagjá á Þingvöllum.

Lesa meira
05072012-5

05.07.2012 : Vel heppnaður Skógardagur

Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 8. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi þann 23. júní sl.

Lesa meira
14062012-(5)

14.06.2012 : Landnámsdagur í Þjórsárdal

Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 9. júní sl. Fjölbreytt dagskrá var í boði víða um sveitina, m.a. í þjóðskóginum í Þjórsárdal. Lesa meira
11062012-2

11.06.2012 : Gróðursett í Laxaborg

Gróðursetning er hafin að Laxaborg í Dalabyggð. Búið er að gera 4 ára áætlun um að gróðursetja í land Skógræktar ríkisins að Laxaborg og verður verkið unnið í samstarfi við Landsvirkjun. Lesa meira
07062012

07.06.2012 : Tjaldsvæðin í Vaglaskógi eru opin

Tjaldsvæðin í Vaglaskógi opnuðu um síðustu helgi í blíðskaparveðri.

Lesa meira
Heimsókn sendiherra Noregs, 5 apríl 2011

05.06.2012 : Hér voru skógar

Brot úr grein eftir Þröst Eysteinsson, sviðsstjóra þjóðskóganna.

Lesa meira
30052012-1

30.05.2012 : Börn kenna foreldrum sínum

Síðasti þátttur fjögurra landa þróunarverkefnisins Sjálfbærni í skógartengdu útinámi í Ártúnsskóla fór fram í grenndarskógi skólans í gær þegar nemendur í 5. bekk kynntu fyrir foreldrum sínum það sem þeir höfðu lært í verkefninu í vetur.

Lesa meira
Grænir leiðbeinendur Vinnuskóla Rvk

25.05.2012 : Ráðstefna: Náttúra og umhverfi í skólastarfi

Í gær fór fram ráðstefna í Háskóla Íslands til heiðurs Stefáni Bergmann, lektor, í tilefni af starslokum hans við 70 ára afmæli hans í haust en hann átti m.a. stóran þátt í mótun Lesið í skóginn.

Lesa meira
Skógardagurinn mikli 2011

25.05.2012 : Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi: 20 stiga hiti um helgina

Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi hafa nú verið opnuð. Veðurspáin fyrir helgina er frábær og tilvalið að skella sér í fyrstu útlilegu sumarsins. Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

25.05.2012 : Laust starf doktorsnema

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema við rannsóknir á fjallaþin til jólatrjáaræktar. Umsóknarfestur er til 10. júní.

Lesa meira
frett_24052012-(4)

24.05.2012 : Laufi skrýðist lundur

Það vorar hratt í Skorradalnum, eins og annars staðar á landinu, þessa dagana.

Lesa meira
frett_22052012-1

22.05.2012 : Reyniviðurinn í Trostansfirði

Þeir Sighvatur Jón Þórarinsson og Ólafur Eggertsson fjalla um vistfræði reyniviðar í Trostansfirði á Vestfjörðum og beita til þess rannsóknaraðferðum árhringjafræðinnar.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

18.05.2012 : Rannsóknaverkefni: Mývetnskt mólendi

Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á notkun íslensku viðartegundanna birkis og víðis til endurheimtar gróðurs á uppblásnum svæðum í Skútustaðahreppi.

Lesa meira
110512012-1

11.05.2012 : Tálgunarnámskeið í Heiðmörk

Um síðustu helgi fór fram tálgunarnámskeið fyrir félagsmenn í Félagi iðn- og tæknigreina og fjölskyldur þeirra í Heiðmörk í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Lesa meira
11052012

11.05.2012 : Vorverk í garðinum

Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóg á Akureyri hefur undanfarna daga sinnt vorverkum í garði Gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.

Lesa meira

08.05.2012 : Gestafyrirlestur LBHÍ: Dead Wood and Warm Peat

Fimmtudaginn 10. maí kl 15:00 verður opinn gestafyrirlestur í fyrirlestrasalnum á 3. hæð í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísland. Fyrirlesturinn nefnist: "Dead Wood and Warm Peat: Biotic controls of terrestrial biogeochemical processes" og flytjandinn er Ástralinn James T. Weedon.

Lesa meira

07.05.2012 : Auglýst eftir skógfræðingi

Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsir eftir skógfræðingi til starfa. Umsóknafrestur er til 20. maí.
Lesa meira
03052012-3

03.05.2012 : Lesið í skóginn í fyrsta sinn á Ísafirði

Skógrækt ríkisins og Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóðu sameiginlega að því að halda tvö tálgunámskeið fyrir Vestfirðinga á norðanverðum Vestfjörðum.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

02.05.2012 : Mikilvægi skógræktar í loftslagsbaráttu Norðmanna – og Íslendinga

Þingflokkar í Noregi takast nú á um mögulegar leiðir í loftslagsbaráttunni.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

27.04.2012 : Umhverfisáhrif viðarkyndingar

Eftir því sem skógar á Íslandi hafa vaxið úr grasi hafa menn í sí auknu mæli farið að skoða notkun þeirra til eldiviðar. Notkun á eldiviði er stórt hagsmunamál fyrir skógrækt framtíðarinnar.

Lesa meira
frett_26042012_11

25.04.2012 : Drumbabót: Fornskógurinn á Markarfljótsaurum

Í Landanum sl. sunnudag var fjalla um fornskógarleifarnar á Markárfljótsaurum og rætt við Ólaf Eggertsson, sérfræðing hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Lesa meira
25042012-1

25.04.2012 : Grisjað á Hallormsstað

Þessa daganna er verið að grisja í lerkireitum í Hallormsstaðaskógi sem gróðursettir voru árið 1983. Nú vill svo óvenjulega til að unnið er á tveimur vélum samtímis að grisjuninni.

Lesa meira
23042012_6

23.04.2012 : Sjálfbærniverkefni í skógarnámi

Ártúnsskóli er einn þeirra skóla á Íslandi sem tekur þátt í þróun ámsefnis í skógatengdu útinámi ásamt skólum í Noregi, Lettlandi og Litháen. Nemendur í 5. bekk skólans fyrir skömmu í grenndarskóginn sinn þar sem þeir tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum sem lutu að vinnu í skóginum.

Lesa meira
17042012

17.04.2012 : Jarðhitaskógurinn

Ein af afleiðingum jarðskjálftanna sem urðu á Suðurlandi í lok maí 2008 voru miklar breytingar á útbreiðslu jarðhita á svæðinu og nú rannsaka vísindamenn áhrif þessara breytinga á skóginn.

Lesa meira
Arsrit_SR_2011_forsida

11.04.2012 : Ársrit Skógræktar ríkisins er komið út

Út er komið Ársrit Skógræktar ríkisins fyrir árið 2010 þar sem m.a. er fjallað um jarðhitaskóginn á Suðurlandi, bætta aðstöðu fyrir ferðamenn í Haukadalsskógi og áhrif áburðargjafar á nýgróðursetningar,

Lesa meira
Fagradstefna-2012-4

11.04.2012 : Gögn frá Fagráðstefnu aðgengileg á vefnum

Fyrirlestra og veggspjöld frá Fagráðstefnu skógræktar sem fram fór á Húsvík 27. - 29. mars sl. má nú finna hér á skogur.is.

Lesa meira
10042012_4

10.04.2012 : Græn húsgagnagerð í Hallormsstaðaskógi

Fyrir páska var eitt af mörgum námskeiðum í Grænni húsgagnagerð haldið á Hallormsstað en á þeim eru gerð einföld húsgögn úr fersku efni, beint úr skóginum og þurrkuðu skógarefni sem síðan er sett saman eftir gömlum aðferðum. Lesa meira
02042012_1

03.04.2012 : Efling útináms á Selfossi

Í síðustu viku var haldinn undirbúningsfundur fyrir formlegt samstarf um eflingu útináms á Selfossi með aðkomu allra skólastiga, umhverfissviðs, Suðurlandsskóga og fræðsluyfirvalda.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

02.04.2012 : Ótrúlegustu trjátegundir vaxa á Íslandi

Í tilefni Fagráðstefnu skógræktar sem fram fór í síðustu viku ræddi Snæfríður Ingadóttir hjá RÚV við Sigvalda Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga um trjátegundir á Íslandi.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

01.04.2012 : Mótmæla fellingu í Öskjuhlíðinni

Eftir að nýju áhættumati var lokið á dögunum hefur nú verið ákveðið að trén í Öskjuhlíð skuli hverfa. Þessu ætla helstu talsmenn skógræktar á landinu að mótmæla kl. 16:00 í dag.

Lesa meira
Fagradstefna-2012-4

31.03.2012 : Vel heppnuð Fagráðstefna

Fagráðstefna skógræktar tókst í alla staði mjög vel og var hlaðin fróðleik frá upphafi til enda.

Lesa meira
30032012

30.03.2012 : Útinám í samstarfi fjögurra landa

Í vikunni var haldið námskeið fyrir kennara sem taka þátt þróun á námsefni í skógartendu sjálfbærniútinámi. Verkefnið er unnnið í samstarfi Íslands, Noregs, Lettlands og Litháen

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

26.03.2012 : Rit Mógilsár: nýtt tölublað

Komið er út nýtt tölublað af Riti Mógilsár sem nú er gefið út í tilefni Fagráðstefnu skógræktar sem hefst á Húsavík á morgun.

Lesa meira
Á Mógilsá

23.03.2012 : Gestafyrirlestur á Mógilsá

Mánudaginn 26. mars nk. mun Dr. Tzvetan Zlatanov frá Skógarrannsóknastofnuninni í Sofíu í Búlgaríu halda fyrirlestur á Mógilsá.

Lesa meira
bjorn

21.03.2012 : Fulltrúi skógræktar í stjórn LÍSU-samtakanna

Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, var kosinn í stjórn LÍSA, samtaka um landupplýsingar á Íslandi, á aðalfundi samtakanna þann 23. febrúar sl

Lesa meira
Í Hallormsstaðarskógi í mars 2011

19.03.2012 : Fitjuskrá í skógrækt komin á vefinn

Aðilar innan skógræktargeirans hafa unnið að fitjuskrá sem ætlað er að samræma landupplýsingar í skógrækt og er hún nú aðgengileg á vefnum.

Lesa meira
19032012_1

19.03.2012 : Skógarbændur tálga á Hvanneyri

Helgina 2. og 3. mars var haldið skógarnytjanámskeið fyrir skógarbændur á Vesturlandi í námskeiðsröðinni Grænni skógar I á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Lesa meira
15032012-1

15.03.2012 : Lesið í skóginn: Fræðslufundur kennara

Fræðslufundur á vegum Lesið í skóginn fyrir kennara í Reykjavík var haldinn í Fossvogsskóla í vikunni. Fundirnir eru haldnir mánaðarlega þar sem þeir sem hafa reynslu af útinámi miðla henni til annarra kennara.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

15.03.2012 : Stuttmynd: Skógurinn og við

Í tilefni Alþjóðlegs árs skóga 2011 á Íslandi fékk starfshópur ársins leyfi Sameinuðu þjóðanna til að talsetja og dreifa í grunnskóla landsins, stuttmynd um mikilvæga skóga.

Lesa meira
08032012-3

08.03.2012 : Sýningu muna úr Oslóartrénu lokið

Í vikunni voru þeir sem unnu gripi  úr Oslóarjólatrénu frá árinu 2010 boðaðir í Ráðhús Reykjavíkur.

Lesa meira
02032012-2

02.03.2012 : Grænkar á Héraði

Vegna hlýindanna í febrúar er vöxtur lerkis og fleiri tegunda trjáa og runna óvenjusnemma á ferðinni, jafnvel miðað við undanfarin ár. Ef hlýindin halda áfram má ætla að lerkið verði orðið býsna grænt í lok mars.

Lesa meira
02032012_1

02.03.2012 : Lesið í skóginn í bók Sameinuðu þjóðanna

Bókin Skógar fyrir fólk er nú komin út og í henni er að finna eina grein íslenskra höfunda, þeirra Þrastar Eysteinssonar og Ólafs Oddssonar.

Lesa meira
28022012_1

28.02.2012 : Námskeið í sögun og þurrkun

Dagana 24. og 25. febrúar var haldið námskeið  í sögun og þurrkun á Hallormsstað á vegum evrópuverkefnis Þorpsins.

Lesa meira
27022012-4

27.02.2012 : Aðgengi og aðstaða í skógum styrkt

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða styrkti á dögunum Skógrækt ríkisins til að bæta aðgengi og aðstöðu í þjóðskógunum.

Lesa meira
Þórsmörk

27.02.2012 : Vinir Þórsmekur: Aðalfundur

Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00.

Lesa meira
23022012_2

23.02.2012 : Ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs

Verðlaun voru veitt í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs í Norræna húsinu föstudaginn 17. febrúar sl.

Lesa meira
23022012

23.02.2012 : Límtré í sjávarfallavirkjun

Á dögunum voru Norðmenn verðlaunaðir fyrir notkun límtrés í stóra spaða sjávarfallavirkjunar.

Lesa meira
16022012 (6).jpg

16.02.2012 : Lesið í skóginn víða

Í verkefninu Lesið í skóginn er áhersla lögð á að þátttakendur læri um skóginn, skoði hann og fjölbreyttar hliðar hans. Einnig gefist tækifæri til nytja og upplifunar í skólastarfi og fyrir almenning.

Lesa meira
frett_17022010

13.02.2012 : Umhverfisstefna Skógræktar ríkisins

Umhverfisstefna Skógræktar ríkisins er nú aðgengileg á vefnum.

Lesa meira
10022012

10.02.2012 : Húsgagnagerðar- og tálgunarnámskeið

Endurmenntun Landbúnaðarhákóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, stendur fyrir námskeiði í tálgun og námskeiðum í húsgagnagerð úr skógarvið víðsvegar um landið. Lesa meira
valdimar

08.02.2012 : Nýr skógarvörður á Vesturlandi

Valdimar Reynisson hefur tekið við starfi skógarvarðar á Vesturlandi.

Lesa meira
Starfsmannafundur: Hátíðarkvöldverður

06.02.2012 : Vel heppnaður starfsmannafundur á Hallormsstað

Í lok vikunnar sem leið var sameiginlegur fundur allra starfsmanna Skógræktar ríkisins haldinn á Hallormsstað.

Lesa meira
27012012_2

27.01.2012 : Sjálfbærni í skógartengdu útinámi

Mánaðarlegur fræðslufundur LÍS var haldinn í Selásskóla nú í vikunni og var hann sem fyrr ætlaður öllum starfandi kennurum í grunnskólum í Reykjavík. Lesa meira
18012012-3

18.01.2012 : Myndir skógarvarðar í alþjóðlegu dagatali

Í tilefni Alþjóðlegs árs skóga stóð Evrópska skógrannsóknastofnunin fyrir alþjóðlegri samkeppni meðal áhugaljósmyndara. Skógarvörðurinn á Suðurlandi á tvær myndir í dagatalinu.

Lesa meira
Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

17.01.2012 : Myndband: Evrópskir skógar

Áhugavert myndband frá Evrópsku skógarstofnuninni.
Lesa meira
frett_04012011_4

11.01.2012 : Skógur geymir sögu snjóflóða

Í desember 2011 var samþykkt til birtingar alþjóðleg vísindagreinin í tímaritið Geomorphology sem fjallar um möguleikann á því að rannsaka tíðni og stærð snjóflóða í Fnjóskadal út frá vaxtarformi, aldri og árhringjum birkis.

Lesa meira
Syning_Osloartre_11

09.01.2012 : Afurðir Oslóartrésins sýndar

Nú stendur yfir sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á þeim gripum sem handverksfólk vann úr Oslóartrénu 2010.

Lesa meira
06012012

06.01.2012 : Málþing: Útinám á Íslandi

Í desember var haldið málþing í húsakynnum HÍ. Tilgangur þingsins var að kalla saman þá sem sinnt hafa fræðslu og menntun á sviði útináms.
Lesa meira
04012012

04.01.2012 : Nýtingaráætlun: Ásbyrgi

Vinnu við nýtingaráætlun fyrir Ásbyrgi er nú lokið og hér má sjá yfirlit yfir helstu atriði hennar.

Lesa meira
dagatal_SR_2012_forsida

04.01.2012 : Dagatal ársins 2012

Út er komið dagatal Skógræktar ríkisins fyrir árið 2012 og er rafræn útgáfa þess aðgengileg hér á skogur.is.

Lesa meira
02012012

02.01.2012 : Smádýr á jólatrjám

Einföld athugun tveggja vísindamanna þar sem skoðuð voru þau lifandi smádýr sem fylgdu tveimur tegundum jólatrjáa.

Lesa meirabanner1