Fréttir

Jólaföndur úr skóginum

24.12.2010 : Jólakveðja

Skógrækt ríkisins óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Lesa meira

17.12.2010 : Vilja banna skógrækt?

Í tillögum að breytingum á náttúruverndarlögum eru atriði sem geta haft veruleg áhrif á framtíð skógræktar, landgræðslu og landbúnaðar á Íslandi.Grund

Lesa meira

15.12.2010 : Skógræktin býður alla velkomna í valda skóga næstu helgi til að finna rétta jólatréð

Jólatrjáasala fer fram í Selskógi í Skorradal (18-19 des) og Haukadalsskógi (19 des). Sveinki

Lesa meira
arineldur

15.12.2010 : Íslenskur arinviður

Skógrækt ríkisins framleiðir umtalsvert magn arinviðar. Viðurinn er bæði seldur til einstaklinga á bensínstöðum og í nokkrum blómaverslunum, auk þess sem hann er notaður við að eldbaka pizzur.

Lesa meira
starfsmenntav-Bjorgvin-E

10.12.2010 : Grænni skógar fengu Starfsmenntaverðlaun 2010

Námskeiðaröðin Grænni skógar fékk verðlaun í flokki skóla og fræðsluaðila. Endurmenntun LbhÍ sér um framkvæmd Grænni skóga í samstarfi við landshlutabundnu skógræktarverkefnin, Landssamtök skógareigenda, félög skógarbænda í viðkomandi landsfjórðungi, Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri Grænni skóga, tók á móti verðlaununum.

Lesa meira
althjodlegt_ar_skoga_2011_logo

03.12.2010 : Alþjóðlegt ár skóga 2011

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna hefur ákveðið að árið 2011 verði alþjóðlegt ár skóga.

Lesa meira

01.12.2010 : Auglýsing um rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt

lupina-og-skogur-Brynja-H

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.

Lesa meira

30.11.2010 : Viðarnytjanámskeið fyrir skógarbændur

Námskeiðið hófst í gömlu Húsasmiðjunni við Skútuvog þar sem stórviðarsög Háreka var við vinnslu á íslenskum bolvið sem breytti honum í kantskorin borð.

Lesa meira

26.11.2010 : Jólatré á torg og stræti

Um miðjan nóvember hóf skógræktin að fella jólatré. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað, í Vaglaskógi, Skorradal, Haukadal og Þjórsárdal eru fyrir nokkru byrjaðir að fella fyrstu jólatrén í ár.

Lesa meira
frett_15112010_1

15.11.2010 : Nytjaáætlanir grenndarskóga væntanlegar

Grenndarskógum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum en hingað til hefur vantað leiðbeiningar um skipulag og nýtingu þeirra. Nú er unnið að nytjaáætlunum fyrir alla grenndarskóga Reykjavíkur.

Lesa meira
frett_03012011_1

13.11.2010 : Birkitré fylgir minjagrip

Í upphafi nýliðins árs gerðu Hraunsmiðjan og Hekluskógar með sér samning þess efnis að Hekluskógar fá eitt birkitré fyrir hvern seldan hraunminjagrip frá Hraunsmiðjunni.

Lesa meira
frett_29102009(7)

29.10.2010 : Bókaðu bráðina

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag. Skógrækt ríkisins mun, þriðja árið í röð, bjóða upp á veiðileyfi í nokkrum þjóðskógum víðsvegar um landið. Lesa meira

28.10.2010 : Hlýnandi veðurfar síðustu ára eykur birkivöxt

Sumarið 2010 var borkjörnum safnað úr tuttugu ungum birkitrjám í Bolholti á Rangárvöllum. Helstu niðurstöður sýna að hlýnandi veðurfar síðustu ára hefur aukið vöxtinn umtalsvert í birkinu. Lesa meira
Í Kristnesskógi

26.10.2010 : Ráðstefna: Fríða Björk – vaxandi auðlind

Endurmenntun LBHÍ stendur fyrir ráðstefnu sem haldin verður 5. nóvember n.k. Hún er ætluð fagfólki í trjárækt sem og öðru áhugafólki.

Lesa meira
frett_08092008_1

26.10.2010 : Þemadagar NordGen Skog

Dagana 9. - 10. nóvember nk. verða þemadagar NordGen Skog með yfirskriftinni plöntugæði haldnir í Eyjafirði.

Lesa meira
SR-rgb_litid

21.10.2010 : Aðstoðarskógarvörð vantar á Vesturland

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Vesturlandi með aðsetur í Hvammi í Skorradal.

Lesa meira
frett-19102010-(1)

19.10.2010 : Ný stjórn Lesið í skóginn

Fimmtudaginn 14. október kom saman ný stjórn verkefnisins Lesið í skóginn. Við það tækifæri lögðu Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri og fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, og Jón Hákon Bjarnason, skógræktarfræðingur, fram tillögur að fyrirmynd við gerð nytjaáætlana fyrir grenndarskóga í Reykjavík.

Lesa meira
frett_18102010_1

18.10.2010 : Haust á Hallormsstað

Haustið er komið á Hallormsstað. Í trjásafninu er fallegt um að litast þessa dagana.

Lesa meira
frett_15102010_11

15.10.2010 : Áælta að gróðursetja 40 þúsund plöntur í haust

Þessa dagana er unnið að haustgróðursetningu hjá Hekluskógum og er stefnt að því að gróðursetja tæplega 40 þúsund plöntur í haust.

Lesa meira
forestry_in_a_treeless_land_kort

14.10.2010 : Ráðstefna: Landupplýsingar 2010

Haustráðstefna LÍSU-samtakanna, Landupplýsingar 2010, verður haldin fimmtudaginn 21. október nk. verður haldin í Veisluturninum (20. hæð), Smáratorgi, Kópavogi.

Lesa meira
frett_12102010_1

12.10.2010 : Í blóma í október

Einstök hausthlýindi hafa verið á landinu og þessa dagana er enn ágætis sumarhiti og í skógum sjást enn blómstrandi jurtir.

Lesa meira
frett_08102010_IMG_8017

08.10.2010 : Umhverfisráðherra skoðar áhrif eldfjallaösku á skóga

Umhverfisráðherra heimsótti Þórsmörk og Goðaland í boði Skógræktar ríkisins til að skoða áhrif öskugossins í Eyjafjallajökli á birkiskóga á svæðinu.

Lesa meira

05.10.2010 : Mögulegar breytingar á gróðurfari landsins

Skógrækt ríkisins tók þátt í Vísindavöku Rannís á dögunum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bás Skógræktar ríkisins og mesta athygli vakti hversu miklar breytingar gætu orðið á gróðurfari landsins ef spár um 2,7°C hlýnun í lok aldarinnar ganga eftir. Lesa meira
frett_05102010_1

05.10.2010 : Ferðasaga frá Færeyjum

Fimmtudaginn 7. október verður sagt í máli og myndum frá skógarferð Skógræktarfélags Íslands til Færeyja. Fjallað verður um trjá- og skógrækt í Færeyjum. 

Lesa meira
frett_04102010_1

04.10.2010 : Íslandsmet í asparvexti

Vöxtur í trjágróðri hefur verið með eindæmum góður víða um land í sumar en þó má telja víst að hvergi hefur ösp vaxið í líkingu við það sem gerðist hjá tegundablendingum sléttuaspar og alaskaaspar á Mógilsá.
Lesa meira
frett_29092010_1.jpg

29.09.2010 : Haust á Mógilsá

Haustið er komið á Mógilsá. Þar má sjá þetta einstaklega skærrarauða reynitré.

Lesa meira
Starfsfólk SR á Austurlandi og fjölskyldur í Hallormsstaðaskógi á aðventu 2008

28.09.2010 : Jólaskógurinn í Brynjudal

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti skipulögðum hópum sem efna til fjölskylduferða í jólatrjáaskóginn í Brynjudal. Nú þegar er byrjað að bóka heimsóknir.

Lesa meira
Í Reykjarhólsskógi

23.09.2010 : Mesta skógrækt sögunnar

Kínversk stjórnvöld fullyrða að þau hafi náð því markmiði sínu að 20% af yfirborði landsins sé þakið skógi fyrir lok þessa árs.

Lesa meira
frett_22092010_1

22.09.2010 : Keðjusaganámskeið á Suður- og Austurlandi

Landbúnaðarháskóli Íslandi býður upp á námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög á Suðurlandi og Hallormsstað á næstu vikum. Námskeiðin eru öllum opin og hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Lesa meira
Greniskógurinn á Mógilsá

16.09.2010 : Þytur í laufi – skógar og skjól í Esjuhlíðum

Ráðstefna til heiðurs Alexander Robertson verður haldinn í Esjustofu laugardaginn 18. september.

Lesa meira
frett_13092010_7

13.09.2010 : Góður árangur af samstarfi

Fyrir ári undirrituðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli samstarfssamning. Eitt markmiða samningsins er að fræða nærsamfélagið um hvernig skógurinn nýtist skólanum og öllum íbúum. Lesa meira
frett_10092010_2

10.09.2010 : Ný sveppategund finnst í Jafnaskarðsskógi

Fyrir skömmu fundu þátttakendur á námskeiði um sveppi nýja og áður óþekkta sveppategund í þjóðskóginum í Jafnaskarði.

Lesa meira
Í Jafnaskarðsskógi.

10.09.2010 : Útivera og hreyfing í skjóli grænna skóga

Málþing Skógræktarfélags Eyfirðinga 11. september í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar.

Lesa meira
skogarbaendur

07.09.2010 : Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Fundurinn verður haldinn í Reykholti í Borgarfirði 8. og 9. október 2010.
Lesa meira
frett_07092010_2

07.09.2010 : Sólstafir á græna skólabekknum

Waldorfskólinn Sólstafir hefur nú hafið samstarf við Lesið í skóginn og hyggst sækja um aðgang að grenndarskógi eða grenndargarði.

Lesa meira
frett_06092010_1

06.09.2010 : Kynbætur og landval skila árangri

Í Hellisskógi við Selfoss má sjá birki af yrkinu Embla sem vaxið hefur í 4-6 metra hæð á aðeins 11 árum.

Lesa meira
IMG_2611_bb

06.09.2010 : Hver á skógræktarstefna Íslendinga að vera?

Nú gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnumótun í skógræktarmálum Íslendinga.

Lesa meira
IMG_6815

01.09.2010 : Nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Heiðmörk ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er nú aðgengileg á vefnum. Lesa meira
frett_26082010_1

26.08.2010 : Skeggjaður viðardrumbur

Þessi öldungur barst inn á skrifstofu Héraðs- og Austurlandsskóga fyrr í sumar og hefur vakið töluverða athygli gesta og gangandi. Um er að ræða fléttuna „birkiskegg".

Lesa meira
sveppur

26.08.2010 : Sveppanámskeið í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir sveppanámskeiði í Heiðmörk laugardaginn 4. september kl. 14:00. Lesa meira
frett_24082010_3

24.08.2010 : Birkisafi í fyrsta sinn framleiddur og seldur hérlendis

Á Hallormsstað starfar nú lítið fyrirtæki sem framleiðir afurðir úr birkisafa, sultur og annað góðgæti.

Lesa meira
frett_21102008_12

23.08.2010 : Er ösp hættuleg mannvirkjum í Reykjavík?

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, skrifar um öspina og fullyrðingar þess efnis að hún sé hættuleg mannvirkjum.

Lesa meira
frett_18082010_01

18.08.2010 : Betri aðstaða við Grundarreit

Við Grundarreit í Eyjafirði hefur verið gert nýtt aðkomuplan fyrir gesti og verður af því tilefni efnt til skógargöngu í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga á morgun, fimmtudag.

Lesa meira
Stauraefni unnið úr grenispírum.

18.08.2010 : Samstarf Þjórsárskóla og Skógræktar ríkisins

Skógræktin og Þjórsárskóli standa fyrir kynningu á samstarfi sínu fimmtudaginn 2. september á lóð Þjórsárskóla. Kynningin er ætluð öllum áhugasömum gerð nytjahluta úr skógarefni.

Lesa meira
frett_17082010_11

17.08.2010 : Mikið líf á Hólasandi

Á Hólasandi norðan Mývatns er mikil fuglamergð og þar er verða til gisið graslendi sem hentar vel til gróðursetningar trjáa.

Lesa meira
frett_17082010_1

17.08.2010 : Fertugsafmæli Fljótsdalsáætlunar

Laugardaginn 14. ágúst s.l. komu skógarmenn og -konur saman í Víðivallaskógi á Fljótsdalshéraði til að fagna 40 ára afmæli Fljótsdalsáætlunar.

Lesa meira
frett_13082010_1

13.08.2010 : Lerki skapar búsvæði fyrir skrautpunt

Óvæntur glaðningur mætti starfsfólki Skógræktar ríkisins við skógarskoðun í Ásbyrgi; stór beðja af skrautpunti, sjaldgæfri og stórvöxnustu grastegund á Íslandi.

Lesa meira
frett_09062010_102

12.08.2010 : Hekluskógar vaxa úr grasi

Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri Hekluskóga skrifar.
Lesa meira
Grænir leiðbeinendur Vinnuskóla Rvk

09.08.2010 : Grenndarskógar í skólastarfi - vettvangur skógaruppeldis

Við upphaf verkefnisins Lesið í skóginn með skólum í Reykjavík upp úr árinu 2001 var hugtakið grenndarskógur notað sem heiti yfir skólaskóga sem ætlaðir voru til útináms. Það hefur fest sig í sessi sem slíkt en grenndarskógur getur verið  stálpaður skógur, garður, væntanlegur skógur eða ungskógur sem er í ræktun.

Lesa meira
frett_05082010_1

05.08.2010 : Þrjú flórgoðapör við Höfðavatn

Höfðavatn er í þjóðskóginum Höfða á Völlum á Fljótsdalshéraði. Á liðnum áratug hefur Skógrækt ríkisins endurheimt Höfðavatn í tveimur áföngum og nú er það grunnt og lífmikið stöðuvatn. Lesa meira
frett_04082010_6

04.08.2010 : Afleiðingar tilraunar til eyðingar lúpínu í Þórsmörk

Í Þórsmörk voru gerðar tilraunir árin 2007-2009 til að eyða lúpínu með illgresiseitrinu Roundup. Í ljós hefur komið að eitrunin eyddi öðrum gróðri, þ.á m. trjágróðri, en lúpínan var fljót að spretta upp af fræi aftur.

Lesa meira
frett_04082010_1

03.08.2010 : CP félagið í Haukadalsskógi

Félagið heimsótti Haukadalsskóg í byrjun júlí og var heimsóknin hluti af sumarhátið félagsins.

Lesa meira
frett_30072010_1

30.07.2010 : Senn líður að sveppatínslu

Sveppir eru nú þegar farnir að sjást í þjóðskógunum um allt land. Búast má við sérstaklega miklum sveppavexti eftir rigningar í ágúst og því er gott að fara að huga að sveppatínslu.

Lesa meira
frett_27072010_1

28.07.2010 : Í hnapphelduna í Húsadal

Um helgina fór fram brúðkaup í Húsadal í Þórsmörk þar sem Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Háteigskirkju gaf saman Hjördísi Þorsteinsdóttur og Kristján Hauk Flosason. Alls voru um 100 gestir viðstaddir athöfnina.

Lesa meira
Timbur í Vaglaskógi

26.07.2010 : Spurn kísiliðnaðar á Íslandi eftir iðnviði

Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur, skrifar um notkun iðnviðar í kísiliðnaði á Íslandi.

Lesa meira
Trjárækt í Vaglaskógi

23.07.2010 : Skógrækt ríkisins kolefnishlutlaus

Undanfarin fjögur ár hefur Skógrækt ríkisins reiknað út hversu mikið stofnunin losar að kolefni.

Lesa meira
Skógarnytjar

19.07.2010 : Skógrækt er ekki aðeins að gróðursetja tré

Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um grisjun og sölu viðar hjá Skógrækt ríkisins.

Lesa meira
frett_16072010_1

15.07.2010 : Margar hendur vinna létt verk

Síðustu ár hefur Skógrækt ríkisins fengið aðstoð við ýmis verkefni í þjóðskógunum frá sumarvinnuhópum Landsvirkjunar og hefur samstarfið gengið ágætlega.

Lesa meira
frett_12072010_3

12.07.2010 : Stiklingatilraun á Hnitbjörgum

Á Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð var lögð út eins konar tilraun til að koma á sem einfaldastan og ódýrastan hátt upp skjól.

Lesa meira
Grisjað á Hallormsstað

12.07.2010 : Grisjunarútboð: Stálpastaðarskógur

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun í Stálpastaðarskógi í Skorradal. Reiturinn er 0,65 ha. Heimilt er að bjóða í útkeyrslu viðarins úr reitnum. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal haldið aðskildum

Lesa meira
arsrit_SR_2009_forsida

08.07.2010 : Ársrit Skógræktar ríkisins er komið út

Meðal efnis í Ársritinu að þessu sinni er umfjöllun um Hekluskógaverkefnið, viðarvöxt í Guttormslundi, skaðvalda í skógrækt, grisjun og sölu viðar, grenndarskóga í skólastarfi, listsýningu á Hallormsstað, vefinn rjupa.is, kurlkyndistöð á Hallormsstað og viðarnotkun við kísiliðnað. Lesa meira

06.07.2010 : Skaðvaldar á lúpínu

Sérfræðingar Mógilsár og Landgræðslunnar fóru í stutta vettvangsferð í Þjórsárdal til að athuga með hentug svæði vegna tilrauna með varnarefni gegn ertuyglu. Lesa meira
frett_02072010_11

02.07.2010 : Trjá- og runnasafnið á Mógilsá

Við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá gefur að líta fjölbreytt safn trjáa og runna sem eru upprunnar víða að úr heiminum. Safn þetta er hluti af því merka starfi er Þórarinn Benedikz vann þau 40 ár sem hann starfaði á Mógilsá. Lesa meira
frett_02072010_8

02.07.2010 : Skógurinn í Þórsmörk blómlegur þrátt fyrir ösku

Mikil gróska er í þjóðskóginum í Þórsmörk og Goðalandi þessar vikurnar. Athygli vekur að gróður brýst upp úr öskunni og smáplöntur af birki sem varla standa upp úr öskunni hafa vaxið marga cm í sumar.

Lesa meira
Í Jafnaskarðsskógi.

01.07.2010 : Nýtingaráætlun: Laxaborg í Dalabyggð

Nýtingaráætlun fyrir Laxaborg í Dalabyggð er komin út. Áætlunin fyrir Laxaborg nær yfir um 47 hektara svæði og er það allt afgirt.

Lesa meira
frett_01072010_1

01.07.2010 : Útinám og leikir í grenndarskógi HÍ

Síðari staðlotu námskeiðsins "Útinám og leikir í skógi" lauk með því að nemendur settu upp í grenndarskógi HÍ dagskrá fyrir fjörutíu 8 og 9 ára börn úr sumarstarfi ÍTR í Vesturbænum. Lesa meira
frett_30062010_1

30.06.2010 : Er nauðsynlegt að eiturúð‘ana – lúpínuna?

Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands boða á morgun til kynningar á umsögn um lúpínuskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins.

Lesa meira
IMG_4303_b

29.06.2010 : Vel heppnaður skógardagur

Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins, var haldinn á Hallormsstað s.l. laugardag.
Lesa meira
frett_28062010_1

28.06.2010 : Tálgað í tilefni af afmæli Heiðmerkur

Í vikunni sem leið fór fram tálgunámskeið fyrir börn og fullorðna í tilefni af 60 ára afmæli skógræktar í Heiðmörk. Lesa meira
frett_24062010_1

24.06.2010 : Umhverfisráðherra í heimsókn á Mógilsá

Mánudaginn 21. júní heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá þar sem hún fékk m.a. að spreyta sig á trjámælingum.

Lesa meira
Í Grundarreit

22.06.2010 : Ráðstefna og fjölskylduhátíð í Heiðmörk

Föstudaginn 25. júní boðar Skógræktarfélag Reykjavíkur til ráðstefnu í Heiðmörk. Daginn eftir verður svo haldinn fjölskyldudagur þar sem verður m.a.a boðið upp á þrautabraut, tréskurð og skógarleiki.

Lesa meira
Fjölskylduhlaup

22.06.2010 : Reimið á ykkur hlaupaskóna og brýnið keðjusagirnar

Skógarhlaupið og Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi eru meðal þess sem boðið verður upp á í Hallormsstaðaskógi á Skógardaginn mikla, laugardaginn 26. júní nk.

Lesa meira
frett_21062010_1

21.06.2010 : Gunnarshátíð í Haukadal

Í tilefni þess að Gunnar Freysteinsson, skógfræðingur, hefði orðið fertugur í ár boða Skógfræðingafélag Íslands, vinir og vandamenn til Gunnarshátíðar í Haukadal sunnudaginn 27. júní.

Lesa meira
frett_15062010_22

15.06.2010 : Timbur til sölu

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í 300 m3 af timbri sem staðsett er í Skorradal.

Lesa meira
frett_15062010_10

15.06.2010 : Útinám og leikir í skógi

Nú í sumar býur Menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á sumarnámskeiðið Útinám og leikir í skógi og fer það að öllu leyti fram í grenndarskógi skólans í Öskjuhlíð.

Lesa meira
Næturgestir í Vaglaskógi

14.06.2010 : Útilegusumarið hafið í Vaglaskógi

Sumarið fer vel af stað í Vaglaskógi. Aðsókn að tjaldstæðum var góð um helgina og margir voru á ferli í skóginum.
Lesa meira
Vaglir á Þelamörk

11.06.2010 : Skógarviðburðir í Heiðmörk og Mosfellsbæ

Í sumar verður ýmislegt um að vera hjá skógræktarfélögum landsins. Í júní verður haldið upp á 60 ára afmæli Heiðmerkur og boðið upp á listsýningu á skógardegi í Mosfellsbæ.
Lesa meira
frett_09062010_105

09.06.2010 : Skógar Þórsmerkur og Goðalands koma vel undan ösku

Aska féll á skóga í Þórsmörk og Goðalandi síðustu daga eldgossins í Eyjafjallajökli en þeir koma vel undan öskunni.

Lesa meira
frett_09062010_8

09.06.2010 : Vel heppnaður skógardagur í Þjórsárdalsskógi

Um helgina sótti fjöldi manns skóginn heim og var viðstaddur vígslu nýja bálskýlisins og eldstæðisins.
Lesa meira
frett_07062010_1

07.06.2010 : Skógræktarritið er komið út

Skógræktarritið er tímarit um skógrækt á Íslandi og kemur út tvisvar á ári. Fyrra hefti ársins 2010 er komið út. Lesa meira
frett_04062010_1

04.06.2010 : Skógrækt í nýrri kortavefsjá

Opnuð hefur verið ný kortavefsjá á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um ræktað skóglendi á Íslandi.

Lesa meira
frett_31052010_6

31.05.2010 : Uppskeruhátíð kynslóðanna

Um helgina var haldin handverkssýning í félagsstarfinu í Árbæ þar sem uppskeran frá áramótum var lögð fram til sýnis.

Lesa meira
frett_31052010_2

31.05.2010 : Karlasmiðja í grenndarskógum

Nemendur í Karlasmiðju Námsflokka Reykjavíkur sem sóttu LÍS fræðslu s.l. haust kynna sér nú grenndarskóga í borginni, kortleggja gerð þeirra og hvernig þeir eru notaðir í skólastarfi. Lesa meira
frett_21052010_4

21.05.2010 : Fundað um afleiðingar grisjunar

Skógarverðir, skógræktarráðunautar og sérfræðingar funduðu í Skorradal 19. maí s.l. um hugsanlegar neikvæðar afleiðingar þeirrar miklu aukningar á grisjun skóga sem varð á síðasta ári og heldur áfram. Lesa meira
frett_21052010_1

21.05.2010 : Þolmörk útikennslusvæða

Í vikunni var haldið námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara þar sem fjallað var um þolmörk skipulagðra útkennslusvæða og grenndarskóga.

Lesa meira
frett_19052010_2

20.05.2010 : Meistaravörn: Gintaré Medelyté

Rannsökuð voru áhrif skógar á hryggleysingja í lækjum á tveimur svæðum á misgömlum berggrunni á Íslandi.

Lesa meira

18.05.2010 : Doktorsvörn: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum.

Lesa meira
frett_18052010_2

18.05.2010 : Norskir kennarar kynna sér útinám

Í vikunni voru í Reykjavík 13 leik- og grunnskólakennarar frá Nora Fuse í Noregi að kynna sér grænt starf í leik- og grunnskólum í borginni. Lesa meira
frett_14052010_5

14.05.2010 : Byrjað að planta í Hekluskóga

Í byrjun maí voru frystar plöntur af birki og reyniviði afhendar til þátttakenda í Hekluskógaverkefninu og gróðursetning er nú hafin.

Lesa meira
frett_14052010_2

14.05.2010 : Kynslóðir tálga saman

Samstarf Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Ártúnsskóla heldur áfram. Lesa meira
Timbur í Vaglaskógi

11.05.2010 : Ný sumarstörf í boði hjá Skógrækt ríkisins

Á morgun verða auglýst ný störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sem hluti af atvinnuátaksverkefni stjórnvalda. Í boði verða störf við grisjun og ýmis tilfallandi verkefni í Þjóðskógum landsins auk fjölbreyttra starfa við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Lesa meira
frett_10052010_4

10.05.2010 : Trémunir á vormarkaði

Um helgina var margt um að vera á vormarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn.

Lesa meira
frett_07052010_1

07.05.2010 : Stikklingarækt í Öskjuhlíð

Í síðstu viku var haldið stutt námskeið í stikklingarækt í grenndarskógi Háskóla Íslands í Öskjuhlíð á vegum starfsmannafélags HÍ. Lesa meira
frett_06052010_2

06.05.2010 : Ráðstefna: Endurheimt votlendis - hvað þarf til?

Ráðstefnan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 12. maí kl. 09:00-16:00.

Lesa meira
frett_06052010_1

06.05.2010 : Tálgað í Gerðubergi

Í gærkvöldi fór fram á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðuberg kynning á Lesið í skóginn og ferskum viðarnytjum á svokölluðu handverkskaffi sem er haldið mánaðarlega undir merkjum mismunandi þemu. Lesa meira
frett_05052010_4_b

05.05.2010 : Timbur flett í borðvið

Síðustu vikur hefur flettisög Skógræktar ríkisins verið á Suðurlandinu og þá keppast menn við að fletta sverustu trjábolina í borðvið.

Lesa meira
frett_03052010_16

03.05.2010 : Nytjahlutir sýndir á Egilsstöðum

Um helgina fór fram sýning á þeim nytjahlutum sem tólf hönnuðir unnu úr íslensku tré. Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.

Lesa meira
frett_03052010_1

03.05.2010 : Byltingaráhöld tálguð

Fyrir um viku var haldið Lesið í skóginn námskeið á Akureyri þar sem tálgað var með hníf og exi í ferskt efni. Lesa meira
frett_30042010_6

30.04.2010 : Skógarfræðsla á Barnamenningarhátíð

Í tilefni af Barnamenningarhátíð var á síðasta vetrardegi efnt til skógarfræðslu í Öskjuhlíðinni fyrir nemendur og starfsfólk Tjarnarskóla. Lesa meira
frett_30042010_2

30.04.2010 : Vegurinn í Þórsmörk lokaður um sinn

Í gær var haldinn fundur um aðgengi að Þórsmerkusvæðinu með ferðaþjónustuaðilum í Þórsmörk, Skógrækt ríkisins, sveitarstjóra, ferðamálafulltrúa Rangárþings eystraog lögregluyfirvöldum. Lesa meira
frett_13042010_12

28.04.2010 : Sýning: nytjahlutir úr austfirskum viði

Þeir nytjahlutir sem urðu til í samstafsverkefni Epal, Skógræktar ríkisins, Menningarráðs Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands verða til sýnis í Níunni á Egilsstöðum um helgina

Lesa meira
frett_26042010_1

26.04.2010 : Nýr samningur í tilefni Dags umhverfisins

Síðasta vetrardag var skrifað undir nýjan samstarfssamning um verkefnið Lesið í skóginn.

Lesa meira
frett_23042010

23.04.2010 : Heilnæmt birkisíróp á Austurlandi

Þær Bergrún A. Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og Guðný Vésteinsdóttir á Hallormsstað byrjuðu í fyrravor að gera ýmsar tilraunir með birkisafa. Nú hafa þær fengið styrk til kaupa á birkisírópspotti.

Lesa meira
frett_20042010_1

20.04.2010 : Samið um kurl og flutning vegna kyndistöðvar

Skógrækt ríkisins á Hallormsstað, byrgir Orkuskóga ehf, hefur að undangengnu útboði samið við Svein Ingimarsson skógarverktaka um kurlun og flutning hráefnisins til kyndistöðvarinnar á Hallormsstað.

Lesa meira
frett_19042010_1

19.04.2010 : Vor í Vaglaskógi: blæösp

Af hreinni forvitni var angi af blæösp frá Garði í Fnjóskadal pottaður og hafður inni í fræhöllinni á Vöglum til að athuga hvort hann myndi blómstra. Það gerði hann nú um páskana.

Lesa meira
frett_16042010_1

16.04.2010 : Starfsfólk frá vinnu vegna eldgoss

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur sett strik í reikninginn fyrir starfsfólk Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins. Lesa meira
frett_14042010_15

14.04.2010 : Grisjunarnámskeið í austri og vestri

Undanfarna daga hefur hópur skógarhöggsmanna sótt grisjunarnámskeið á vegum Skógræktar ríkisins í Skorradal og á Hallormsstað.

Lesa meira
frett_20082008_1

14.04.2010 : Grisjunarútboð: Stálpastaðaskógur í Skorradal

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun á tveimur reitum í Stálpastaðarskógi í Skorradal.

Lesa meira
frett_1404201_1

14.04.2010 : Þú siglir alltaf til sama lands

Hátíðardagskrá í tilefni stórafmælis Vigdísar Finnbogadóttur verður haldin í Háskólabíói fimmtudaginn 15. apríl kl.16:30-18:00 og er öllum opin.

Lesa meira
frett_13042010_13

13.04.2010 : Dýrahjörð Dieter Roth endursköpuð

Í tilefni nýafstaðins HönnunarMars unnu tólf listamenn að hönnun nytjahluta úr tré.

Lesa meira
frett_12042010_2

12.04.2010 : Vor í Vaglaskógi: selja

Selja hefur verið ræktuð á Íslandi í meira en 70 ár og er hún sú víðitegund sem einna oftast verður að tré (en ekki runna) hér á landi. Lesa meira
frett_12042010_1

12.04.2010 : Skógrækt ríkisins hlýtur Uppsveitabrosið

Uppsveitabrosið er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem hefur lagt ferðaþjónustunni í Árnessýslu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu.

Lesa meira
frett_0804201_1

08.04.2010 : Vor í Vaglaskógi: lerki

Páskar eru forn frjósemishátíð og var það því vel við hæfi að lerkið í fræhöllinni á Vöglum blómstraði um páskahelgina.

Lesa meira
Frétt 9. sept. 2009 - loftslagsmál

06.04.2010 : Kolefnisbinding og skógrækt

Fimmta opna hús skógræktarfélaganna árið 2010 verður í kvöld, þriðjudaginn 6. apríl. Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um kolefnisbindingu og skógrækt. Lesa meira
frett_29032010

29.03.2010 : Íslenskir stjórnarmeðlimir í Evrópusambandsverkefni

Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógráðs og Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, eru stjórnarmeðlimir í nýstofnuðu COST-verkefni á vegum Evrópusambandsins. Lesa meira
HlyngrL

26.03.2010 : Ný símanúmer Skógræktar ríkisins

Skógrækt ríkisins tók nýverið í notkun nýtt símakerfi og nýtt símanúmer. Lesa meira
frett_22032010

22.03.2010 : Eplatré á Íslandi

Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur, segir frá eplatrjám á Íslandi á fjórða opna húsi skógræktarfélaganna annað kvöld. Lesa meira
frett_19032010_3

19.03.2010 : Kynslóðir mætast í grenndarskógi

Nemendur í 5.bekk Ártúnsskóla buðu þátttakendum á Lesið í skóginn námskeiði í félasstarfinu í Hraunbæ 105 í heimsókn í grenndarskóginn þar sem þau voru að vinna að margvíslegum verkefnum. Lesa meira
Skuggabjörg

19.03.2010 : Nýtingaráætlun: Mela-, Stórhöfða- og Skuggabjargaskógur

Áætlunin fyrir Mela-, Stórhöfða- og Skuggabjargaskóg nær yfir 446 hektarar svæði og þar af eru 373 ha innan girðingar. Lesa meira
Kurl í Vaglaskógi

17.03.2010 : Kurl- og flutningsútboð: Hallormsstaður

Skógrækt ríkisins á Hallormsstað óskar eftir tilboði í kurlun og flutning að kyndistöð. Lesa meira
frett_09032010

09.03.2010 : Landbúnaðarháskólinn kennir trjáfellingar

Á dögunum var haldið námskeið í trjáfellingum og meðhöndlun keðjusaga í starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Lesa meira
skograektarf_isl_logo

08.03.2010 : Opið hús skógræktarfélaganna: Virði Heiðmerkur

Daði Már Kristófersson, lektor í náttúruauðlindahagfræði hjá Háskóla Íslands, frá rannsókn á virði Heiðmerkur.

Lesa meira
frett_05032010

05.03.2010 : Eldgos í þjóðskógum?

Þjóðskógarnir í Þórsmörk og Goðalandi eru skammt norðan Eyjafjallajökuls en þar hefur mikil skjálftavirkni mælst síðustu daga.

Lesa meira
frett_04032010(1)

04.03.2010 : Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum

Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindið 10. mars nk. 

Lesa meira
Í Reykjarhólsskógi

03.03.2010 : Góðar fréttir af norrænum skógum

Norræna ráðherranefndin safnar saman verkefnum sem unnin eru í norrænum skógum.

Lesa meira
frett_01032010

02.03.2010 : Aftur kynt með eldiviði

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur nú verið tengdur við kurlkyndistöð Skógarorku og er það ekki í fyrsta sinn sem skólinn er hitaður upp með timburbrennslu.

Lesa meira
frett_01032010(1)

01.03.2010 : Hópsskóli kynnist útinámi og trjánytjum

Fyrir skömmu fór fram kynning á Lesið í skóginn í Hópsskóla í Grindavík sem hóf starf sitt í byrjun janúar á þessu ári.

Lesa meira
frett_25022010-(3)

25.02.2010 : Tálgað í tré

Í vikunni lauk námskeiði á vegum Lesið í skóginn sem haldið var í samvinnu við Handverkshúsið í Reykjavík.

Lesa meira
fraedating_10-(2)

25.02.2010 : Fyrirlestrar á vefnum

Upptökur af fyrirlestrum Fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið var í síðustu viku, eru nú aðgengilegar á vefnum.

Lesa meira
frett_23022010(2)

23.02.2010 : Stafir úr listasmiðju

Nemendur í Langholtsskóla hafa að undanförnu unnið að göngustafagerð í listasmiðju hjá Þorbjörgu Sandholt.

Lesa meira
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum

23.02.2010 : Grisjunarútboð: Mjóanes á Fljótsdalshéraði

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira
frett_19022010(1)

19.02.2010 : Tálgað í Borgarnesi

Einu sinni í viku hittist hópur á vegum Rauða krossins í Borgarnesi og lærir að tálga og vinna með ferskan við. Lesa meira
frett_18022010

18.02.2010 : Skemmtistaðurinn Heiðmörk 60 ára

Árið 2010 eru 60 ár liðin frá því að Heiðmörk var opnuð almenningi og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur minnast þess í sumar.

Lesa meira
frett_17022010

17.02.2010 : Fræðaþing landbúnaðarins

Fræðaþing landbúnaðarins 2010 verður haldið í Bændahöll dagana 18. – 19. febrúar nk.

Lesa meira
frett_1602101

16.02.2010 : Skógarfræðsla verðlaunuð

Flúðaskóli, fyrsti skólinn í landinu til kenna tálgun og ferskar viðarnytjar, hlaut menntaverðlaun Suðurlands sl. föstudag

Lesa meira
frett_15022010-(3)

15.02.2010 : Tuttugasti grenndarskógurinn

Föstudaginn 12. febrúar var skrifað undir grenndarskógarsamning við Tjarnarskóla, tuttugasta skólann í Reykjavík sem skrifar undir slíkan samning við Lesið í skóginn.

Lesa meira
frett_11022010(3)

11.02.2010 : Lerki í gestastofu

Á Hallormsstað er nú verið að fletta lerki sem notað verður í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa meira
Í Stálpastaðaskógi

09.02.2010 : Áhugaverð námskeið

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir ýmsum námskeiðum í vetur sem mörg hver tengjast trjám og ræktun.

Lesa meira
Í Hallormsstaðaskógi

09.02.2010 : Græn námskeið

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands vill vekja athygli á áhugaverðum námskeiðum sem verða í boði fram á vor.

Lesa meira
skogarbaendur

08.02.2010 : Þorrablót og fræðslufundur skógarbænda

Félagar í Félagi skógarbænda á Suðurlandi og Félagi skógarbænda á Vesturlandi boða til fræðslufundar og þorrablóts skógarbænda á Hótel Sögu laugardaginn 13. febrúar nk. Lesa meira
skograektarf_isl_logo

08.02.2010 : Opið hús skógræktarfélaganna

Annað kvöld verður fjallað um fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands til Noregs sl. haust.

Lesa meira
throstur

02.02.2010 : Þáttur skógræktar í landnotkun

Þröstur Eysteinsson flytur erindi föstudaginn 5. febrúar nk. kl. 15 á neðri hæð A-húss Vísindagarðsins á Egilsstöðum. Lesa meira
frett_02022010(1)

02.02.2010 : Þúsund tonn timburs flutt

Grisjunarátaki í Skorradal er nú lokið og allt timbur hefur verið flutt að járnblendiverksmiðjunni við Grundartanga.

Lesa meira
Frétt 9. sept. 2009 - loftslagsmál

29.01.2010 : Ný vefsíða: Skógfræðingafélag Íslands

Nú í vikunni opnaði Skógfræðingafélag Íslands nýja vefsíðu. Lesa meira
frett_29012010

29.01.2010 : Lerki fyrir Suðurland?

Árið 2000 var gerð kvæmatilraun með risalerki ættuðu frá Bresku Kólumbíu á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Lesa meira
Á árbakkanum í Þjórsárdal.

28.01.2010 : Ísland umhverfisvænsta land heims

„Ástæða þess að Ísland skorar svona hátt í umhverfisvænleika held ég að sé ekki síst fyrir frammistöðu okkar í skógræktarmálum," segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri.

Lesa meira
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum

26.01.2010 : Grisjað á Hallormsstað

Það timbur sem hæft er til flettingar og í almenna sölu er flokkað frá en afgangurinn er notaður í kyndistöðina á Hallormsstað.

Lesa meira
frett_18012010

18.01.2010 : Vaxandi vinsældir veiðileyfavefsins rjúpa.is

Vefurinn hefur nú verið starfræktur í tvö ár og seldust veiðileyfin eins og heitar lummur. Alls seldust um 270 veiðileyfi að þessu sinni og því um að ræða 80% aukningu milli ára.

Lesa meira
frett_15012010_b

15.01.2010 : Stærsti timburstafli á Íslandi

Við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga stendur nú gríðarlega stór timburstafli, alls er um 1.000 rúmmetrar og bíður eftir að verða kurlað og notað sem kolefnisgjafi í járnblendiverksmiðjunni.

Lesa meira
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum

14.01.2010 : Grisjunarútboð: Þjórsárdalur

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboði í grisjun á 2,9 hektara sitkagrenireit í Þjórsárdalsskógi.

Lesa meira
frett_14012010

14.01.2010 : Fyrirlestur: Árangur birkisáninga

Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur, flytur erindi sitt „Árangur birkisáninga - dæmi frá Gunnarsholti á Rangárvöllum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. janúar.
Lesa meira
frett_13012010

13.01.2010 : Aukið útivistar- og kynningargildi Gunnlaugsskógar

Nemendur á skógræktar- og umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands unnu síðasta haust tillögur að auknu útivistar- og kynningargildi Gunnlaugsskógar við Gunnarsholt. Hér má sjá vinnu þeirra.

Lesa meira

13.01.2010 : Ráðstefna: Landnotkun

Landnotkunarsetur Háskóla Íslands og Háskólafélag Suðurlands halda ráðstefnu á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 28. janúar 2010

Lesa meira
Grisjað á Hallormsstað

12.01.2010 : Grisjunarútboð: Reykjarhóll í Skagafirði

Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboði í grisjun í Reykjarhól við Varmahlíð í Skagafirði. Um er að ræða þrjá litla reiti sem samtals eru um 1 hektari að stærð.

Lesa meira
frett_07012010(2)

07.01.2010 : Jólatré gróðursett í stað þess gamla

Gámaþjónustan hf og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa tekið höndum saman og standa að söfnun gamalla jólatrjáa í Reykjavík að þessu sinni. Fyrir hvert jólatré sem Gámaþjónustan safnar, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur eitt jólatré í Heiðmörk.

Lesa meira
Norðtunguskógur

07.01.2010 : Niðurstaðan í Kaupmannahöfn

16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á.

Lesa meira
Skógarhöggsvél á Stálpastöðum

04.01.2010 : Skógarhöggsvél ræst aftur

Skógarhöggsvélin sem var við störf í Stálpastaðaskógi í Skorradal fyrir jólin verður ræst á ný í dag. Timbrið sem fellur til við grisjunina verður kurlað og flutt í til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga.

Lesa meirabanner3