Fréttir

23.12.2017 : Hvar næ ég mér í jólatré?

Skógræktin og skógræktarfélög víða um land hafa ýmist afskorin jólatré til sölu eða bjóða fólki að koma í skóginn að höggva sér tré. Á upplýsingasíðu Skógræktarinnar um jólatré má komast að því hvar best hentar hverjum og einum að næla sér í tré og komast í leiðinni í réttu jólastemmninguna.

Read more

11.12.2017 : Jólalegt á markaðnum í Vaglaskógi

Jólamarkaðurinn sem haldinn var í þriðja sinn í Vaglaskógi á laugardaginn var gekk vel og áætlar skógarvörður að vel á þriðja hundrað manns hafi komið í skóginn til að sjá hvað var í boði, njóta veitinga, hitta aðra og versla eitthvað fyrir jólin. Vetrarveður var með fallegasta móti í skóginum og aðstæður því hinar bestu.

Read more

07.12.2017 : Jólamarkaður í Vaglaskógi

Litlu mátti muna að vísa þyrfti frá áhugasömu fólki sem vildi selja afurðir sínar og framleiðslu á jólamarkaðinum á Vöglum sem að þessu sinni verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Auk jólatrjáa, greina og fleiri afurða úr skóginum verða fjölbreyttar þingeyskar framleiðsluvörur til sölu á markaðnum og nemendur Stórutjarnaskóla selja veitingar.

Read more

06.12.2017 : Skógarbændur eystra selja jólatré suður

Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt segir frá því að skógarbændurnir að Brekkugerði í Fljótsdal og Teigabóli í Fellum selji jólatré til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasti markaður þeirra sé þó heima fyrir.

Read more

05.12.2017 : Leiðarahöfundur Fréttablaðsins ræðir um kolefnishlutleysi

„Ef tekið er mið af þessum mótvægisaðgerðum, sem taka til flestra geira íslensks samfélags, og við höldum uppteknum og máttlausum hætti áfram í landgræðslu og skógrækt, gæti nettóútstreymi ársins 2030 numið 18 prósentum minna en árið 1990. Góður árangur, en hvergi nærri nóg.“ Þetta skrifar leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og vísar til markmiða ríkisstjórnarinnar um 40 prósenta samdrátt losunar árið 2030 og kolefnishlutleysi um miðja öldina.

Read more

04.12.2017 : Myndband um hagleiksmanninn Johan Grønlund Arndal

Í október birtist hér á skogur.is frétt um listaverk eftir danska skógtækninemann Johan Grønlund Arndal sem hann sker út í trjáboli með keðjusög. Við endurbirtum þessa frétt því nú hefur Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, gert ljómandi gott myndband um Johan og verk hans. Read more

01.12.2017 : Landgræðsluverðlaunin veitt bændum í Núpasveit og Þistilfirði

Landgræðsluverðlaunin 2017 voru afhent  á opnum fundi um landgræðslumál í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef Landgræðslunnar, land.is. Meðal verðlaunahafa eru skógarbændurnir Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit sem stunda umfangsmikla landgræðslu og rækta skóg á 100 hekturum lands. Read more

01.12.2017 : Ísland tali fyrir landbótum á heimsvísu

Nýafstaðið loftslagsþing í Bonn tókst vel að mati Halldórs Þorgeirssonar, forstöðumanns á skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Halldór segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst á sviði bættra landgæða en það geti þó haft áhrif á orðspor landsins ef ekki verði fljótlega ráðist fyrir alvöru í orkuskipti í samgöngum. Skógræktin, Landbúnaðarháskólinn, Landgræðslan og Bændasamtök Íslands standa sameiginlega að ráðstefnu 5. desember um kolefnismál og landnýtingu. 

Read morebanner5