Fréttir

18.04.2018 : Umhirða skógarplantna heima á hlaði

Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.

Lesa meira

16.04.2018 : Fjölmenn og vel heppnuð Fagráðstefna

Fagráðstefna skógræktar sem haldin var í átjánda sinn í liðinni viku er ein sú fjöl­menn­asta frá upphafi. Meira en 150 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem haldin var í menn­ingarhúsinu Hofi. Skógrækt á Íslandi hefur fengið talsverða athygli í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við ráð­stefn­una.

Lesa meira

16.04.2018 : Fyrsta námskeiðið í skógarviðburðastjórnun tókst vel

Fyrsta námskeiðið í „skógarviðburða­stjórnun“ sem haldið er hérlendis fór fram í Hveragerði fyrir skömmu. Markmiðið með slíkum námskeiðum er að efla skógar­tengda fræðslu í landinu, hvetja til ýmissa viðburða í skógum landsins og fjölga þeim sem hafa þekkingu og færni til að skipu­leggja og halda slíka viðburði. Næstu námskeið verða haldin á Akureyri 27. og 28. apríl.

Lesa meira

13.04.2018 : Þorláksskógar ræddir á íbúafundi

Íbúafundur um Þorláksskóga verður haldinn mánudaginn 16. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Rætt verður um þá skógrækt sem áformuð er á ríflega 4.600 hektara svæði á Hafnarsandi í nágrenni Þorlákshafnar.

Lesa meira

12.04.2018 : Íslendingar mjög hlynntir skógrækt

Langflestir landsmenn eru mjög jákvæðir fyrir skógrækt og þeim fjölgar sem telja að auka beri skógrækt til að binda koltvísýring og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jákvæðastir mælast ungir Íslendingar, háskólamenntaðir og íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.

Lesa meira

04.04.2018 : Skógarnytjar vekja athygli

Áhugi virðist vera meðal skógræktarfólks, hönnuða og fleiri á aukinni nýtingu íslensks viðar til ýmiss konar hönnunar og framleiðslu innanlands. Þetta  segir Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður. Sýning hans í Heiðmörk, Skógarnytjar, var liður í dagskrá Hönnunarmars og sprottin af samstarfi hans við Skógræktina.

Lesa meira
Tumastaðir

03.04.2018 : Sunnlenskir skógareigendur ræða skipulagsmál

Skipulag skógræktar, réttindi landeigenda og fleiri hagsmunamál skógareigenda verða rædd á fundi sem Félag skógareigenda á Suðurlandi heldur í Gunnarsholti á Rangárvöllum laugardaginn 7. apríl. Auk skipulagsmálanna heldur landgræðslustjóri erindi um landgræðslu og loftslagsmál.

Lesa meira

28.03.2018 : Árósasamningurinn - hver er reynslan?

Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og réttlátrar málsmeðferðar verður til umfjöllunar á málþingi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir 5. apríl í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík.

Lesa meirabanner5