Vesturland
  • Norðtunguskógur
  • Norðtunguskógur
  • Norðtunguskógur
  • Norðtunguskógur
  • nordurtunguskogur

Norðtunguskógur

Fallegur blandskógur í botni Borgarfjarðar.

Almennt um skóginn

Norðurtunguskógur er 156 ha skógur í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann vex á flatlendi í dalbotninum og er blanda birkikjarrs og gróðursetts skógar.

Staðsetning og aðgengi

Auðvelt er að komast að Norðtunguskógi, en Þverárhlíðarvegur nr. 522 liggur framhjá honum. Frá hliði við veginn liggur stutt heimreið að bústaðnum Skógarkoti í skóginum, en fyrir flesta borgar sig að leggja bílnum við veginn og ganga inn í skóginn.

Aðstaða og afþreying

Skógarkot er sumarbústaður í Norðtunguskógi sem er leigður Félagi íslenskra náttúrufræðinga og geta FÍNarar dvalið þar eftir pönntun. Að öðru leyti er skógurinn opinn almenningi. Í skóginum eru víða þjónustustígar sem hægt er að fara um.

Saga skógarins

Norðtunguskógur saman stóð af hrörnandi birkikjarrleifum á fyrri hluta 20. aldar og var fyrsta aðkoma Skógræktar ríkisins að honum sú að aðstoða landeiganda við að girða og friða kjarrleifarnar fyrir beit 1928-1929. Skógræktin keypti síðan Norðtunguskóg árið 1948.

Trjárækt í skóginum

Gróðursetning barrtrjáa hófst í Norðtunguskógi um 1950. Útbúinn var græðireitur til að geyma trjáplöntur og þróaðist hann yfir í að vera gróðrarstöð sem rekin var á framyfir 1980. Fram á 9. áratug 20. aldar var gróðursett í hluta kjarrlendisins en meirihluti þess stendur þó eftir og hefur það þést og hækkað. Allmikið hefur fengist af jólatrjám úr Norðtunguskógi.

Annað áhugavert í skóginum

Nokkrar af elstu birkihríslum í skóginum hafa vaxið upp í mikla stærð miðað við birki á Vesturlandi.


Senda grein