Suðurland
 • tumastadir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir
 • Tumastaðir

Tumastaðir

Fjölbreyttur skógur með opnum svæðum og góðu aðgengi að stígum og slóðum. Í skóginum er trjásafn með fjölmörgum tegundum.

Almennt um skóginn

Á Tumastöðum er eingöngu gróðursettur skógur, enda land þar gjörsamlega skóglaust þegar Skógrækt ríkisins tók við því. Eldri reitir eru í brekkunum nálægt gróðrarstöðinni en víðáttumikil svæði hafa verið tekin til skógræktar á undanförnum áratugum og er þar stórskógur í uppvexti.

Staðsetning og aðgengi

Tumastaðir eru í Fljótshlíð, 9 km frá Hvolsvelli. Keyrt er eftir vegi nr. 261, sömu leið og þegar farið er í Múlakot. Tumastaðir standa við veginn norðanverðan.

Aðstaða og afþreying

Um skóginn liggja slóðir sem hægt er að ganga eftir og áningarstaður er við Lýðveldislundinn.

Saga skógarins

Gróðrarstöð Skógræktar ríkisins var stofnuð á Tumastöðum árið 1944. Seinna  bættust jarðirnar Tunga og Stóri-Kollabær við þjóðskóginn og nær land Skógræktarinnar nú upp á tind Þríhyrnings.

Trjárækt í skóginum

Tumastaðir voru upphaflega gróðrarstöð í eigu Skógræktar ríkisins, byggð 1944. Þar var þá land skóglaust með öllu. Meðal fyrstu verka var að gróðursetja sitkagrenilund í brekkuna; þann fyrsta á Íslandi sem í voru fleiri en örfá tré. Hefur hann síðan gengið undir nafninu Lýðveldislundurinn þar sem hann var gróðursettur í júní 1944. Alla tíð síðan hefur verið bætt við gróðursetningar á svæðinu og eru nú yngri reitir að setja svip sinn á landið. Það er sitkagreni sem ber af á þessu svæði og vöxtur þess er geysigóður. Það er þess virði að heimsækja Tumastaði og sjá hvernig hægt er að umbreyta rýru beitilandi í stórvaxinn, fjölbreyttan skóg með opnum svæðum. Þar er einnig trjásafn með fjölmörgum trjátegundum og gott aðgengi með stígum og slóðum.

Annað áhugavert í skóginum

Á Tumastöðum hafa verið ræktaðar trjátegundir sem óvíða finnast í íslenskri skógrækt. Má þar nefna ask, eik, marþöll o.m.fl.

Senda grein