Suðurland
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  (mynd: Hreinn Óskarsson)
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  (mynd: Hreinn Óskarsson)
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  Merki á hæsta tré landsins, sitkagreni í skóginum á Kirkjubæjarklaustri sem mældist 25,3 m 2013.
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  (mynd: Hreinn Óskarsson)
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri, Systrafoss í baksýn. Mynd: Hreinn Óskarsson
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  (mynd: Hreinn Óskarsson)
 • Kirkjubæjarklaustur
  Kirkjubæjarklaustur
  (mynd: Hreinn Óskarsson)
 • Kirkjubaejarklaustur_kort

Skógarreitur á Kirkjubæjarklaustri

Lundir með fjölmörgum trjátegundum í fallegu landslagi, m.a. við Systrafoss.

Almennt um skóginn

Á Kirkjubæjarklaustri er alllöng hefð fyrir skógrækt og eru skógarlundir sitt hvorum megin við Systrafoss. Í skóginum vaxa aðallega birki og sitkagreni og var stofnað til hans af fjölskyldunni á Klaustri og er skógurinn í eign Klausturbænda. Á seinni árum hefur ýmsum trjátegundum verið bætt við, stígar gerðir í gegnum skóginn og borðbekkir settir upp.

Staðsetning og aðgengi

Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri er í brekkunni ofan við kauptúnið umhverfis Systrafoss.

Aðstaða og afþreying

Stígar hafa verið lagðir um reitinn ásamt áningarstöðum með bekkjum. Liggur stígurinn að Systravatni  upp með Systrafossi í gegnum skóginn. Einnig er torfarinn stígur að Sönghelli sem er undir klettum vestan við Systrafoss.

Saga skógarins

Upphaf skógarins má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkurnar ofan við bæinn og gróðursetti þar 60.000 birkiplöntur. Áttu hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir stóran þátt í því að til skógarins var stofnað. Á næstu árum var bætt inn sitkagreni, lerki og furutrjám. Um 1964 var gerður samningur við Skógrækt ríkisins um viðhald girðinga og umsjón með skóginum. Hefur Skógræktin á síðustu árum bætt aðgengi að skóginum auk þess að bæta við sjaldgæfum trjátegunum.

Trjárækt í skóginum

Mest er af birki og sitkagreni í skóginum. Á seinni árum hefur ýmsum tegundum verið bætt við, t.d. hlyni, álmi, reynitegundum, aski, þöll og lífviði.

Annað áhugavert í skóginum

Eitt hæsta, ef ekki hæsta sitkagrenitré landsins er að finna í reitnum við Kirkjubæjarklaustur og mældist það 26,1 m á hæð 13. ágúst 2014. Ekki er vitað um hærri tré á Íslandi.

Skilti

Hér fyrir neðan má sjá skilti sem sett var upp við skóginn sumarið 2013. Smellið á myndina til að sjá pdf-skrá af skiltinu í fullri upplausn.


Senda grein