Norðurland
  • Í Kristnesskógi
  • Í Kristnesskógi
  • Í Kristnesskógi

Kristnesskógur í Eyjafirði

Fjölbreyttur útivistarsskógur sem markvisst er notaður til heilsubótar.

Amennt um skóginn

Kristnesskógur er skógur við Kristneshælið á jörðinni Kristnesi og í umsjón Skógræktarinnar. Kristnesskógur er fjölbreyttur útivistarskógur og margar gönguleiðir eru merktar. Tilvalinn viðkomustaður í Eyjafirðinum!

Staðsetning og aðgengi

Kristnes er í Eyjafirði um 8 km innan við Akureyri. Skógurinn er í brekkunni aftan- og ofan við Kristneshæli.

Aðstaða og afþreying

Kristnesskógur er fjölbreyttur útivistarskógur og margar gönguleiðir eru merktar.

Saga skógarins

Heilsuhælið að Kristnesi í Eyjafirði tók til starfa 1927, einkum sem berklahæli. Útivist var þáttur í meðferð við berklum og var því strax hafist handa við að gera umhverfi hælisins nýtilegt til útivistar með gróðursetningu trjágarðs svipað og gert var á Vífilsstöðum. Árið 1940 var trjágarðurinn svo stækkaður upp í 27 hektara og gróðursett í það land fram til 1956, eða um það leyti sem farið var að lækna berkla með lyfjum. Eftir það lá frekari gróðursetning niðri að mestu og lítið var hirt um skóginn. Árið 1981 var Skógrækt ríkisins beðin um að taka að sér umsjón með Kristnesskógi og hefur hann verið þjóðskógur síðan. 

Trjárækt í skóginum

Segja má að Kristnesskógur hafi verið fyrsti skógur á Íslandi sem ræktaður var fyrst og fremst til heilsueflingar. Upphaflega var einkum gróðursett birki og reyniviður en fleiri tegundir eftir 1950. Þegar Skógræktin tók við umsjón reitsins var þar enn nokkuð skóglaust land og því voru um 17.000 tré gróðursett þar á 9. áratug síðustu aldar. Svæðið er nú að heita má fullplantað og trén í eldri hluta hans orðin stór og mikil. 

Annað áhugavert í skóginum

Það er einkum nýting skógarins sem er áhugaverð, en hann er enn nýttur til heilsubótar af þem sem dvelja á Kristnesi. Þekkingin á heilsubætandi áhrifum útivistar í skógi hefur aukist mikið á undanförnum árum og er þýðing skógarins ekki minni nú en þegar stofnað var til hans sem hluta af meðferð við berklum.

Senda grein