Austurland
  • Arnardalsst_1
  • Arnardalsst_2

Arnaldsstaðaskógur í Fljótsdal

Fáfarinn, náttúrulegur birkiskógur blandaður reynivið.

Almennt um skóginn

Arnaldsstaðaskógur í Fljótsdal er náttúrulegur birkiskógur blandaður reynivið. Skógurinn hefur verið fáfarinn hingað til, en um er að ræða lítt snortinn náttúruskóg og því er óhætt að hvetja áhugasama til að líta við.

Staðsetning og aðgengi

Arnaldsstaðaskógur er í suðurdal Fljótsdals. Beygt er af vegi 934 í suðvestur, inn á slóða er liggur norðan megin við Kelduá. Ganga þarf upp bratta hlíð til að komast í skóginn.

Aðstaða og afþreying

Ekkert hefur verið gert í þágu ferðalanga í Arnaldsstaðaskógi.

Saga skógarins

Skógurinn var fyrrum beittur en var friðaður þegar hann komst í eigu Skógræktar ríkisins 1977.

Trjárækt í skóginum

Skógurin liggur í 30-300 m.y.s. í óvenjumiklum bratta á svæði skriðufalla. Meðalhæð birkis yfir 5 m og hæstu tré eru um 10 m há. Ekkert hefur verið gróðursett í skóginn.

Annað áhugavert

Botngróður er blanda af gras- og blómlendi, geithvönn er víða og óvenjumikil. Víða er nærlandslag allhrikalegt í bröttum skriðum.


Senda grein