Aðrar stofnanir ráðuneytisins

Aðrar stofnanir umhverfisráðuneytsins

 • Mannvirkjastofnun
  Hefur m.a. eftirlit með öllum brunavörnum og brunamálum í landinu.
 • Landgræðsla ríkisins
  Vinnur að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, endurheimt landgæða, gróðurvernd og gróðureftirliti.
 • Landmælingar Íslands
  Aflar, vinnur úr, geymir og selur landfræðileg gögn og upplýsingar um landið.
 • Náttúrufræðistofnun Íslands
  Stundar undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru landsins.
 • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  Sér um að framkvæmdar verði þær rannsóknir sem eru nauðsynlegur grundvöllur verndunar Mývatns og Laxár
 • Skipulagsstofnun
  Hefur eftirlit með framkvæmd skipulagslaga og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, að veita ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál, að sjá um að upplýsingar um áætlanir um landnotkun á landsvísu séu fyrir hendi og stuðla að innbyrðis samræmi þeirra, og að framfylgja ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.
 • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  Samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða hér á landi og er ætlað að efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi á því sviði.
 • Umhverfisstofnun
  Stuðlar að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
 • Úrvinnslusjóður
  Sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess.
 • Vatnajökulsþjóðgarður
  Fer með stjórn þjóðgarðsins, rekur gestastofur hans, sinnir landvörslu og veitir gestum þjóðgarðsins fræðslu og þjónustu.
 • Veðurstofa Íslands
  Annast veðurþjónustu á landi og sjó og í lofti, auk þess að vakta snjóflóð, hafís og jarðskjálfta.