Kort

Kort yfir skóglendi á Íslandi eru unnin upp úr landfræðilegum gagnagrunni sem vistaður er á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá. Hér er hægt að nálgast þrenns konar kort, í fyrsta lagi kort sem sýnir allt skóglendi á Íslandi, í öðru lagi kort sem sýnir ræktað skóglendi og í þriðja lagi kort sem sýnir náttúrulegt birki.

Hægt er að hlaða kortunum niður bæði á JPG- og PDF-sniði. JPG-kortin henta vel til notkunar á glærum við fyrirlestrahald eða í ýmiss konar skjöl. Smellið með hægri músarhnappnum og veljið að opna skrárnar í fullri stærð í nýjum glugga.

PDF-kortin henta vel þegar prenta á út sjálfstæð kort. Ef rendur koma í kortin í Firefox-vafranum er ráð að opna þau í öðrum vafra.


Allt skóglendi á Íslandi

Ræktað skóglendi

Náttúrulegt birkilendi