Landupplýsingar

Við Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá, er vistaður landfræðilegur gagnagrunnur sem í eru öll kortlögð ræktuð og náttúrleg skóglendi landsins. Gagnagrunnurinn er þróaður í ArcGIS, landfræðilegum upplýsingakerfum, og byggist á flákum sem gefa til kynna staðsetningu og umfang skóglendisins. Á bak við hvern fláka er töflugagnagrunnur þar sem eru m.a. upplýsingar um flatarmál skóglendis, tegund skóglendis, hæð og aldur.