Maddie Moate ræðir við Hrein Óskarsson í íslenskum skógi. Skjámynd úr myndbandi BBC.
Maddie Moate ræðir við Hrein Óskarsson í íslenskum skógi. Skjámynd úr myndbandi BBC.

Rætt er við Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, í nýju myndbandi á BBC Earth Unplugged, Youtube-rás á vegum breska ríkisútvarpsins BBC.

Rætt er um í upphafi myndbandsins að nakið landslagið á Íslandi hafi orðið heimsfrægt sem leikmynd vísindatrylla og ævintýramynda frá Hollywood. Hvað sem því líður hafi trjágróður mikilvægu hlutverki að gegna við að verja landið fyrir öskufalli og köldum næðingnum. Þetta er viðfangsefni myndbandsins. Sjónvarpskonan Maddie Moate ræðir við Hrein Óskarsson, skógfræðidoktor og sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, sem útskýrir mikilvægi trjágróðurs og skógræktar í landinu. 

Farið er yfir að landið hafi verið klætt skóglendi að einum fjórða hið minnsta við landnám en skóginum hafi verið eytt og landið blásið upp. Nú séu í gangi skógræktarverkefni til að snúa þróuninni við. 

Texti: Pétur Halldórsson