Mynd: Skógarorka
Mynd: Skógarorka

Skógrækt ríkisins á Hallormsstað, byrgir Orkuskóga ehf, hefur að undangengnu útboði samið við Svein Ingimarsson skógarverktaka um kurlun og flutning hráefnisins til kyndistöðvarinnar á Hallormsstað. Sveinn hefur yfir að ráða 190 hestafla Valtra dráttarvél sem knýr Farmi diskakurlara. Hann notar sex tonna beltagröfu með Pentin Paja grip- og klippikló til að mata kurlarann. Kurlað er ofan í 30 rúmmetra gám sem dreginn er af dráttarvélinni og sem hægt er að sturta úr ofan í hlöðuna á kyndistöðinni. Mesta flutningsvegalengd er 8 km.

Eitt af markmiðum Skógarorku er að ýta undir atvinnutækifæri og nýsköpun í heimabyggð og því óskar fyrirtækið Sveini til hamingju með samninginn og hlakkar til að taka á móti kurli frá honum.

Mynd og texti: Vefur Skógarorku